11.03.1986
Sameinað þing: 57. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3055 í B-deild Alþingistíðinda. (2622)

310. mál, störf milliþinganefndar um húsnæðismál

Fyrirspyrjandi (Guðrún Agnarsdóttir):

Herra forseti. Það er grundvallaratriði í mínum huga að það á ekki að semja um húsnæðismál í kjarasamningum og húsnæðismál eiga ekki að vera bitbein pólitískra átaka á nokkurra ára fresti. Það á að leysa húsnæðismál á eðlilegan hátt þannig að öllum sé tryggt sæmandi húsnæði og nægilegt húsrými án þess að til slíks þurfi að koma. Mér finnst það vera grundvallaratriði. Þess vegna eiga stjórnvöld að búa svo um hnútana að það þurfi ekki að semja um húsnæðismál í kjarasamningum