02.04.1986
Neðri deild: 70. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3410 í B-deild Alþingistíðinda. (3061)

288. mál, kostnaðarhlutur útgerðar

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um sérstakan kostnaðarhlut útgerðar, en frv. þetta er flutt í framhaldi af fiskverðsákvörðun. Þar var gert ráð fyrir því að á tímabilinu 1 febr. til 31, maí 1986 lækkaði kostnaðarhlutur útgerðar utan skipta um 21/2% þegar landað er innanlands og um 1% þegar fiskiskip selur afla sinn í erlendri höfn og aflahlutir sjómanna hækkuðu sem því svarar.

Þetta frv. er nauðsynlegt í framhaldi af þessari ákvörðun og því samkomulagi sem varð á milli aðila í sambandi við það mál. Ég vil hins vegar taka það fram að nú er unnið að endurskoðun á sjóðakerfi sjávarútvegsins og hefur verið stefnt að því að leggja það mál fyrir yfirstandandi Alþingi. Með því breytist ýmislegt í þessum málum. Hitt er svo annað mál að það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að þessi breyting gildi frá 1. febr. og a.m.k. fram að þeim tíma sem breytingar á sjóðakerfi sjávarútvegsins taka gildi. Því er þetta frv. engu að síður nauðsynlegt.

Ég legg til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.