10.04.1986
Neðri deild: 75. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3652 í B-deild Alþingistíðinda. (3334)

128. mál, tollskrá o.fl.

Fjmrh. (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. til staðfestingar á brbl. sem gefin voru út 20. sept. s.l. og fólu í sér lækkun á tollum á bifreiðum og snjósleðum.

Eftir þær umfangsmiklu tollalækkanir sem áttu sér stað fyrir skömmu á bifreiðum fellur niður meginefni þessa frv. að því er varðar lækkun á tollum á bifreiðum og hv. Ed. hefur þegar gert breytingar á frv. að því leyti. Eftir stendur að staðfesta þá tollalækkun sem ákveðin var með þessum brbl. á snjósleðum og það er nú eina efni frv. eins og það kemur frá hv. Ed. Það var fullkomið samkomulag í hv. Ed. um afgreiðslu málsins.

Ég legg til að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.