14.04.1986
Efri deild: 74. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3726 í B-deild Alþingistíðinda. (3399)

399. mál, almannatryggingar

Frsm. (Salome Þorkelsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 800 um frv. til l. um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 67/1971, með síðari breytingum. Það er nál. frá heilbr.- og trn.

Nefndin hefur rætt þetta frv. og einnig brtt. sem heilbr.- og trmrh. mælti fyrir samhliða frv. Er sú brtt. á þskj. 772. Nefndin leggur til að brtt. ráðherra verði samþykkt, en hún fjallar um að heimilt verði að greiða mæðralaun til 17 ára aldurs í stað 16 ára eins og nú er og komi sú breyting til framkvæmda 1. júní n.k., en síðan verði mæðralaun greidd til 18 ára aldurs frá n.k. áramótum. Þessi brtt. er sett fram til samræmis því að barnalífeyrisaldur hefur verið færður úr 16 í 18 ára aldur.

Varðandi frv. sjálft leggur nefndin til að það verði samþykkt með brtt. sem nefndin flytur á þskj. 808, en við nánari athugun nefndarinnar kom í ljós að heppilegra er að breytingin sem frv. gerir ráð fyrir komi við 43. gr. laganna í stað 39. gr. Þannig breytt tryggja 1ögin auðveldari framkvæmd úti á landsbyggðinni í stað þess, sem gert var ráð fyrir í frv., að þessi breyting kæmi í 39. gr.

Fjarverandi afgreiðslu þessa máls voru Karl Steinar Guðnason og Kolbrún Jónsdóttir. Undir nál. rita Salome Þorkelsdóttir, Helgi Seljan, Björn Dagbjartsson, Árni Johnsen og Jón Sveinsson.