18.04.1986
Efri deild: 79. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4093 í B-deild Alþingistíðinda. (3757)

368. mál, selveiðar við Ísland

Frsm. (Egill Jónsson):

Herra forseti. Nú vildi ég, með leyfi forseta, hafa hér framsögu fyrir tveimur málum í einu, Eftirliti með skipum og frv. til l. um breytingar á siglingalögum, því að þessar breytingar eru gagnkvæmar. Þær byggjast á því að nú er kveðið svo á að sjóslysanefnd verði undir siglingalögum en áður var fjallað um það efni í lögum um eftirlit með skipum. Aðalbreytingin er sú að í stað þess að áður fjölluðu um þetta hagsmunaaðilar er gert ráð fyrir því núna að til verði kvaddir menn með sérfræðiþekkingu í þessum efnum.