18.12.1986
Neðri deild: 28. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1996 í B-deild Alþingistíðinda. (1915)

14. mál, atvinnuleysistryggingar

Frsm. heilbr.- og trn. (Guðrún Helgadóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 67 frá 1971, um almannatryggingar, með síðari breytingum. Hér er um að ræða stjfrv. sem tryggir þeim framfærendum mæðralaun eða feðralaun sem eiga maka sína varanlega á sjúkrastofnun svo að örorkubætur hafa fallið niður vegna vistunar.

Nefndin hefur fjallað um frv. og orðið sammála um að mæla með samþykkt þess eins og það kom frá hv. Ed. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir skrifar undir með fyrirvara.