22.10.1986
Neðri deild: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 251 í B-deild Alþingistíðinda. (195)

27. mál, lífeyrisréttindi heimavinnandi húsmæðra

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Þetta mál fjallar um lífeyrisréttindi. Eftir því sem mig rekur minni til hafa öll slík mál farið tll fjh.- og viðskn. Lagabálkar um það efni hafa verið til umfjöllunar í fjh.- og viðskn. Auk þess er hér, eins og oft er í lífeyrissjóðsmálum, um að ræða mjög veruleg útgjöld fyrir ríkið, gert ráð fyrir að ríkissjóður inni af hendi allverulegar greiðslur ef það yrði að lögum sem hér er gert ráð fyrir. Ég legg þess vegna eindregið til að frv. verði vísað til fjh.- og viðskn. eins og venjan hefur verið.