22.10.1986
Neðri deild: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 254 í B-deild Alþingistíðinda. (205)

Framlagning stjórnarfrumvarpa

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Það er alveg ástæðulaust af hv. 2. þm. Norðurl. v. að taka þetta mál með þeim hætti, sem hann gerði, að hann þyrfti sérstaklega að hugga mig í þessu efni. Ég er ekki huggunar þurfi að því er þetta varðar. Hins vegar heyrist mér að vandinn í þessu máli liggi í Sjálfstfl. Samkvæmt upplýsingum hv. þm. er Framsfl. búinn að afgreiða eitthvað 10-20 mál, þeir eru duglegir í Framsfl. greinilega, en hinn flokkurinn er líklega ekki búinn að afgreiða þetta. Tafir á þingstörfum verða þá samkvæmt upplýsingum hv. þm. Páls Péturssonar að skrifast á reikning Sjálfstfl.