20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2227 í B-deild Alþingistíðinda. (2111)

1. mál, fjárlög 1987

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Húsnæðisvandi Alþingis er mikill, sérstaklega með tilliti til starfsfólks, og hann þarf að leysa. En Kvennalistinn telur að þann vanda megi og eigi að leysa á farsælli hátt en hér er stefnt að, þ.e. með byggingu stórhýsis á þessum viðkvæma stað. Þessar 12 millj., sem hér er um að ræða, eru aðeins hluti af þeim kostnaði sem áætlaður er við hönnun þessa húss. Ég sé ekkert vit í því að kasta milljónum og væntanlega tugum milljóna í hönnun húss sem mikil andstaða er gegn bæði utan þings sem innan og bæði meðal almennings og sérfróðra. Ég segi nei.