13.01.1987
Neðri deild: 34. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2297 í B-deild Alþingistíðinda. (2198)

275. mál, stöðvun verkfalls á fiskiskipum og á farskipum

Forseti (Ingvar Gíslason):

Út af fyrir sig hefur forseti þessarar deildar ekkert á móti því að „endurmeta stöðuna“ og kalla til fundar ýmsa forustumenn þingdeildarinnar. (GJG: Ég skal falla frá orðinu ef forseti vill það.) En hins vegar eru nú orðnir mjög fáir á mælendaskrá og ég held að það sé hægt að ljúka þessari umræðu. Það liggur fyrir till. um rökstudda dagskrá. Hún kemur að sjálfsögðu til atkvæða og þá kemur í ljós hver viljinn er þegar þessari umræðu er lokið.