22.10.1986
Neðri deild: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 278 í B-deild Alþingistíðinda. (226)

53. mál, endurmat á störfum láglaunahópa

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 23. október 1983:

„Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 11. þm. Reykv., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég get ekki vegna anna sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis og þar sem 1., 2., 3. og 4. varamaður Kvennalistans hafa tjáð mér að þeir geti ekki tekið sæti á Alþingi að óska þess að 5. varamaður Kvennalistans, María Jóhanna Lárusdóttir, taki sæti í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti Ed."

Með þessu bréfi fylgir yfirlýsing frá þeim varamönnum sem ekki geta tekið sæti ásamt kjörbréfi frá Maríu Jóhönnu Lárusdóttur. Þetta er viðfangsefni fyrir kjörbréfanefnd og er þess óskað að kjörbréfanefnd taki málið til meðferðar. Við frestum fundinum í 5 mínútur. - [Fundarhlé.]