27.01.1987
Sameinað þing: 41. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2535 í B-deild Alþingistíðinda. (2340)

Sturla Böðvarsson sveitarstjóri fyrir ÓE 9 LA

Forseti (Helgi Seljan):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 27. jan. 1987:

„Ólafur G. Einarsson, 9. landsk. þm., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1. landsk. varamanns taki 2. landsk. varamaður Sjálfstfl., Sturla Böðvarsson sveitarstjóri, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamannsins.

Kristín Halldórsdóttir,

forseti Nd."

Ég vil biðja kjörbréfanefnd að taka þetta kjörbréf til meðferðar. Fundinum er frestað í fimm mínútur. - [Fundarhlé.)