02.02.1987
Neðri deild: 39. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2668 í B-deild Alþingistíðinda. (2485)

Þingstörfin og þinghaldið

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég tel rétt að það komi fram svona til upplýsingar, úr því að farið er að ræða um þingsköp, að ég átti tal við forsefa Sþ. í morgun og lagði áherslu á það við hann að við beittum okkur fyrir því að niðurstaða fengist í það hvaða frv. það yrðu sem yrði lögð höfuðáhersla á að næðu fram að ganga á þessu þingi með tilliti til þess að nú gengur mjög á þingtímann. Ég held að það sé af hinu góða að fá sem fyrst niðurstöðu í það að hvaða verkefnum við þurfum einkum að beita okkur þessa daga sem eftir eru.

Ég held að það sé alveg ljóst að skipulagsmál bankanna verða á þeim forgangslista og ég á ekki von á að það geti dregist mjög lengi úr þessu að við komumst að niðurstöðu. Það er rétt að það komi fram að það hefur ekki staðið á þingflokki framsóknarmanna í þessu máli og það er ekki okkur að kenna að þetta mál hefur tafist. Ég reikna með að taka þetta mál til umræðu í þingflokknum nú síðdegis og ég vona að niðurstaða fáist innan skamms.