18.02.1987
Neðri deild: 44. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3222 í B-deild Alþingistíðinda. (2905)

336. mál, deilur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlandsumdæmi eystra

Steingrímur J. Sigfússon:

Virðulegur forseti. Þessi tillöguflutningur er í senn atlaga að þingræðislegum vinnubrögðum og tilraun til að koma í veg fyrir að Alþingi láti rannsaka vægast sagt hæpin vinnubrögð hæstv. menntmrh. Ég mótmæli þessum tillöguflutningi í nafni góðra þingvenja og í nafni þess hlutverks Alþingis að veita ráðherrum vald og aðhald. En fyrst og síðast er ég efnislega algerlega andvígur þessari frávísunartillögu og segi nei.