09.03.1987
Efri deild: 50. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3778 í B-deild Alþingistíðinda. (3413)

294. mál, umboðsmaður Alþingis

Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til l. um umboðsmann Alþingis. Nefndin hefur rætt frv. og leggur til að það verði samþykkt óbreytt, en Nd. gerði á því nokkrar breytingar sem liggja hér fyrir á þskj. 649.

Það kom fram í umræðum í nefndinni að nafn frv. hefði getað verið heppilegar valið, að hér væri fremur um umboðsmann almennings að ræða, starfssvið hans lægi á því sviði, en nefndin sá samt ekki ástæðu til að gera brtt. þar sem þetta nafn er orðið viðurkennt í umræðum um þetta embætti.

Nefndin leggur því til að frv. verði samþykkt óbreytt.