16.03.1987
Efri deild: 64. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4221 í B-deild Alþingistíðinda. (3864)

392. mál, almannatryggingar

Helgi Seljan:

Virðulegi forseti. Hér er vissulega um greiðslutilhögun að ræða sem kann að orka tvímælis að stokka upp á nýjan leik eftir þá skipan sem á málum hefur verið. Hér er einnig vissulega um ákveðna mismunun að ræða sem er í raunalegum takt við launamisréttið í þjóðfélaginu almennt. Hér er engu að síður um að ræða áfanga á leiðinni, áfanga sem við höfðum jafnvel ekki treyst núverandi ríkisstjórn til að taka, enda ætlar hún ekki að efna það sjálf, hún ætlar öðrum að gera það. Þess vegna, í trausti þess að ný ríkisstjórn komi, sem bæti úr þeim ágöllum sem hér eru á, segi ég já.

Frv. afgr. til Nd.