16.03.1987
Neðri deild: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4275 í B-deild Alþingistíðinda. (3965)

119. mál, umferðarlög

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég verð að biðjast afsökunar á því að ég skuli hafa flækt þingstörfin með þessum hætti, en mér sýnist að vandinn sé sá að það hefði átt að orða brtt. svona:

„Í upptalninguna í síðari mgr. 114. gr. bætist þessir aðilar: Náttúruverndarráð, landlæknir“ og síðan á viðeigandi stöðum, þ.e. í stafrófsröð eins og þetta er í greininni.