18.03.1987
Sameinað þing: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4479 í B-deild Alþingistíðinda. (4315)

305. mál, Þjóðhagsstofnun

Frsm. allshn. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um till. til þál. um undirbúning þess að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður. Á fund nefndarinnar komu Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, Tómas Árnason seðlabankastjóri og Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar.

Það kom ekki fram í máli þessara manna gagnrýni á starf þeirra manna sem unnið hafa hjá Þjóðhagsstofnun. Það kom aftur á móti fram að á Norðurlöndum er þessu skipað á ýmsa vegu. Að athuguðu máli virtist nefndarmönnum sem sum þau verkefni sem í dag eru unnin hjá Þjóðhagsstofnun hljóti að eiga að vera hjá Hagstofu Íslands. Ef horft væri til Svíþjóðar væri hinn hluti verkefnanna í sérstakri deild í fjmrn. Miðað við þá skipan sem er á málum hér á landi væri eðlilegt að sá hluti væri í forsrn.

Nú hefur nefndin ekki kveðið upp neinn dóm í þessum efnum, en hún flytur brtt. á sérstöku þskj. Undir þetta nál. skrifa Ólafur Þ. Þórðarson, Stefán Benediktsson, Haraldur Ólafsson, Pétur Sigurðsson, Birgir Ísl. Gunnarsson, Guðrún Agnarsdóttir og Eggert Haukdal.

Brtt. er á þskj. 903 og hljóðar svo, með leyfi forseta:

"Tillgr. orðist svo:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að endurskoða starfsemi Þjóðhagsstofnunar og meta hvort ekki sé hagkvæmt að fela öðrum verkefni hennar. Fyrirsögn till. verði:

Till. til þál. um Þjóðhagsstofnun.“