11.11.1986
Sameinað þing: 14. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í B-deild Alþingistíðinda. (596)

45. mál, umsóknir um húsnæðislán

Fyrirspyrjandi (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Ég vildi koma því skýrt til hæstv. ráðherra sem hann raunar tók fram í sínu máli, lofaði að hér kæmu inn á Alþingi hið fyrsta glöggar upplýsingar um þessi efni, skiptingu á lánsumsóknum milli kjördæma, annars vegar til nýbygginga og hins vegar vegna kaupa á eldra húsnæði. Það er mjög nauðsynlegt að þessar upplýsingar liggi fyrir og hvert þær umsóknir beinast af hálfu viðkomandi, ekki aðeins flokkað eftir núverandi lögheimili umsækjanda heldur hvar viðkomandi ætlar að ráðstafa fjármagni sem hann fengi frá Húsnæðisstofnun.