11.11.1986
Sameinað þing: 14. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í B-deild Alþingistíðinda. (634)

134. mál, búseta í heimabyggð

Fyrirspyrjandi (Guðni Ágústsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. svör hans. Það gefur okkur vonir um að ríkisstjórnin og hið háa Alþingi taki þetta mál til mikillar skoðunar á næstu vikum og mánuðum.

En ég minni á að ef skoðað er hlutfali þeirra sem vilja helst búa áfram í sínum landshluta er athyglisvert og staðfestir enn fremur þá byggðaþróun sem hefur verið að gerast og þá óvissu sem hangir yfir landsbyggðinni að 87% á höfuðborgarsvæði vilja búa í sínum landshluta, 93% á Reykjanesi, 82% á Vesturlandi, 77% á Vestfjörðum, 66% á Norðurlandi, 73% á Austurlandi, 67% á Suðurlandi. Þannig virðast svarendur af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæði hafa mesta rótfestu í byggðarlögum sínum, en mest fararsnið er á ungu fólki af Norðurlandi og af Suðurlandi.

Ég hef vakið athygli hæstv. forsrh. á þessari merku könnun og vænti þess að ríkisstjórnin og hið háa Alþingi leiti leiða sem stuðli að framför landsins alls hvað búsetuskilyrði varðar.