10.12.1987
Efri deild: 19. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1774 í B-deild Alþingistíðinda. (1321)

195. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég get auðvitað vel tekið undir það, sem hv. síðasti ræðumaður sagði, að það má kannski gagnrýna álagningu þessa skatts, en ég er nú svolítið seinn í hreyfingum og erfitt að fá mig ofan af því sem einu sinni hefur tekist að sannfæra mig um. Þetta er þriðji fjmrh. sem ég styð sem leggur fram þetta frv. og ég geri ráð fyrir því að ég muni styðja þennan skatt með jafnljúfu geði nú fyrir þessi jól og ég hef gert fyrir fjögur síðustu jól.