19.12.1987
Efri deild: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2719 í B-deild Alþingistíðinda. (2072)

63. mál, lánsfjárlög 1988

Guðrún Agnarsdóttir:

Hæstv. forseti. Það er óverjandi að rýra lögboðna tekjustofna Ríkisútvarpsins meðan það á í harðri samkeppni um tekjuöflun og tilvist sína við svokallaða frjálsa fjölmiðla. Skyldur þess og ábyrgð sem menningarmiðils og til varnar íslenskri tungu, sem nú á í vök að verjast, eru ótvíræðar. Ég get ekki samþykkt slíka ráðstöfun og segi því nei.