28.12.1987
Neðri deild: 38. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3310 í B-deild Alþingistíðinda. (2326)

181. mál, stjórn fiskveiða

Forseti (Jón Kristjánsson):

Varðandi orð hv. 2. þm. Austurl. skal tekið fram að hér eru þrír á mælendaskrá um stjórn fiskveiða, en þegar eru búnir að tala 13 þm. í því máli þannig að ætla má að umræðum gæti lokið á tiltölulega stuttum tíma.

Varðandi söluskattsfrv. er hv. 2. þm. Austurl. þar á mælendaskrá og hefur hafið sína ræðu en ekki lokið henni og tveir aðrir hv. þm. Að sjálfsögðu eru mælendaskrár í þessum málum báðar opnar enn þá, en ég endurtek að það var ætlunin að ljúka þessum málum báðum á þessum fundi og koma þeim til nefndar. Þó að nefndir fjalli um þessi mál eru tvær umræður um þau mál eftir í hv. deild. Ætlunin var þessi. Það mun verða haldið áfram umræðum um stjórn fiskveiða og haldið áfram með þá mælendaskrá sem nú er.