06.01.1988
Neðri deild: 47. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3696 í B-deild Alþingistíðinda. (2582)

181. mál, stjórn fiskveiða

Forseti (Jón Kristjánsson):

Varðandi þessi orð hv. 5. þm. Reykv. þá er mér ljúft og skylt að svara hans ummælum. Það stóð nú þannig á að ég var ekki í forsetastól þegar hann talaði um þingsköp í fyrra skiptið. En að sjálfsögðu mun þessum dagskrárlið verða haldið áfram og umræður hér um hann eins og þær hafa verið. Umræður munu fara hér fram áfram.

Að sjálfsögðu er það í valdi hvers þm. hvernig hann greiðir atkvæði í þessu máli eins og öðrum þingmálum og hvað varðar greinar og tilvitnanir í utanrrh. þá hefur hann þegar skýrt sín sjónarmið um þetta mál hér í umræðu í sambandi við þetta mái. Þannig að umræðum um þetta mál mun verða haldið fram á eðlilegan hátt. Atkvæðagreiðsla fer fram að umræðu lokinni eins og hér hefur verið. Menn hafa lýst sínum sjónarmiðum og sínum skoðunum og þessi umræða hefur ekki verið óeðlileg að neinu leyti.