07.01.1988
Neðri deild: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3744 í B-deild Alþingistíðinda. (2634)

181. mál, stjórn fiskveiða

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Við alþýðubandalagsmenn höfðum lagt til að gildistími laga um fiskveiðistjórn væri ótímabundinn. Sú tillaga var miðuð við að okkar tillögur til breytinga á frv. um stjórn fiskveiða næðu fram að ganga þannig að ákvæði frv. og væntanlegra laga væru viðunandi. Þar sem hér hafa verið samþykkt ákvæði sem við erum andsnúnir hef ég dregið þessa till. til baka og tel eðlilegt að gildistími laganna verði tímabundinn og aðeins tvö ár eins og hér er lagt til og segi því já.