07.01.1988
Neðri deild: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3746 í B-deild Alþingistíðinda. (2648)

Þinghald í neðri deild og nefndarstörf

Hreggviður Jónsson:

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um réttlæti, um það réttlæti hvort hér eigi að ríkja sú skipan mála að menn nái ekki rétti sínum eða hvort hér eigi að ríkja skrifræði. Þeir menn sem áttu þessi skip eiga allir siðferðilegan rétt á því að fá afgreidd sín mál þannig að þeir fái ný skip í stað þeirra skipa sem þeir misstu. Ég segi því já.