04.03.1988
Neðri deild: 66. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5537 í B-deild Alþingistíðinda. (3680)

317. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þar sem 1. gr. frv. fjallar um heimildir fjmrh. til að gera ákveðnar ráðstafanir, er tengjast ríkisútgjöldum og eru annars vegar til hækkunar vegna endurgreiðslu söluskatts í sjávarútvegi og fleiri liða en hins vegar til lækkunar, og þar undir eru liðir eins og framlög til byggingarsjóða ríkisins og framlög til K-byggingar ríkisspítalanna og framlög vegna lyfjakostnaðar og sérfræðikostnaðar og þar er á ferðinni niðurskurður á liðum, sem ég er algerlega andvígur, segi ég nei.