17.03.1988
Sameinað þing: 61. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5877 í B-deild Alþingistíðinda. (4000)

357. mál, innflutningur á gleráli

Fyrirspyrjandi (Ólafur Gränz):

Herra forseti. Ég legg fram á þskj. 689 fsp. til hæstv. landbrh. um innflutning á gleráli.

„Eru í undirbúningi hugsanlegar breytingar á lögum um lax- og silungsveiði er heimila landbrh. að leyfa innflutning á lifandi gleráli til eldis hér á landi?" Mér er kunnugt um að þeir aðilar sem hyggja á ræktun gleráls hafa lagt í mikinn og fjárfrekan undirbúning. Þær niðurstöður sem þeir hafa undir höndum úr könnunum sem hafa verið gerðar benda ekki til þess að um neina sérstaka smithættu sé að ræða og annað er að heimsmarkaðsverð á gleráli er mjög hagstætt og gott í dag. Ég vild: biðja hæstv. landbrh. að svara þessu.