21.03.1988
Sameinað þing: 63. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5907 í B-deild Alþingistíðinda. (4030)

83. mál, nýting á kartöflum

Flm. (Guðrún Helgadóttir):

Herra forseti. Það kemur mér nokkuð á óvart að eiga að tala fyrir þessu máli núna þar sem vitað mun hafa verið að hæstv. dómsmrh. væri ekki í landinu. Ég vil því fara fram á það að fá þessu máli frestað. Ég sé satt að segja enga ástæðu til að tala um svo alvarlegt mál, sem varðar stjórnarskrá lýðveldisins, lög um meðferð opinberra mála og mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, ef ráðherra getur ekki verið viðstaddur umræðuna. Þó ég sé vissulega tilbúin með mína tölu vil ég fara fram á að þessu máli verði frestað. Ég undrast satt að segja að það skyldi sett á dagskrá að ráðherra fjarstöddum.

Ég vil taka fram að ef forseti fer fram á að ég haldi þá ræðu sem ég hef hér undirbúið mun ég að sjálfsögðu verða við því. Ég vil spyrja hæstv. forseta hvort hann óski þess.