23.03.1988
Neðri deild: 73. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6080 í B-deild Alþingistíðinda. (4136)

359. mál, fjáröflun til Skáksambands Íslands

Geir H. Haarde:

Herra forseti. Ég get tekið undir hvert einasta orð síðasta ræðumanns um það merka starf sem unnið er á vegum Skáksambands Íslands og um hin glæstu afrek íslenskra skákmanna víða um heim. Ég get líka tekið undir það að fjárframlög til Skáksambands Íslands hafa verið skammarlega lág og það þarf úr að bæta. Ég get hins vegar ekki fallist á þá aðferð til tekjuöflunar sem lögð er til í þessu frv. Ég tel að það standist ekki að leggja sérstakan skatt á hina nýju greiðsluaðferð sem felst í því að menn greiði fyrir vörur og þjónustu með svokölluðum greiðslukortum. Ég tel að það standist ekki frekar en að leggja t.d. sérstakan skatt á ávísanir eða tékka, víxla eða aðra slíka pappíra. Ég tel þess vegna að sú leið sem valin er í frv. sé ótæk og get þess vegna ekki stutt frv. eins ovegar gjarnan stuðla að því með flm. að úr fjárhagserfiðleikum Skáksambandsins verði bætt með einhverjum hætti sem samkomulag gæti orðið um. Þar er nærtækast að líta til fjvn. og fjárveitingavalds Alþingis almennt.