27.04.1988
Neðri deild: 81. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6879 í B-deild Alþingistíðinda. (4814)

301. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Sú brtt. sem hér eru greidd atkvæði um er eins og lesa má af þskj. um það að heimilt verði að hækka hlutfall lána til félagslegra kaupleiguíbúða úr Byggingarsjóði verkamanna í allt að 95% þegar í hlut eiga sveitarfélög með svo veikan fjárhag að þeim sé ókleift að hafa forgöngu um byggingu kaupleiguíbúða án slíkrar sérstakrar aðstoðar. Ég vona að hv. alþm. hafi allir gert sér grein fyrir því hvaða tillaga var hér flutt. Því miður hafa hér heyrst mörg nei. Þau nei munu verða sveitarstjórnarmönnum og öðrum þeim sem horft hafa vonaraugum til þessa kaupleigukerfis mikil vonbrigði. Ég óttast að það nái ekki tilgangi sínum ef ekki fást fram lagfæringar af því tagi sem flutt er brtt. um og segi já.