02.05.1988
Efri deild: 85. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk í B-deild Alþingistíðinda. (5208)

363. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Það eru hér tvö samkynja frv. varðandi tekjustofna sveitarfélaga og staðgreiðslu opinberra gjalda. Að því er varðar frv. um tekjustofna sveitarfélaga er þar gert ráð fyrir því að útsvarsprósenta hjá sveitarfélögum geti verið mismunandi. Þetta er að sjálfsögðu sett fram vegna óska sem uppi hafa verið, m.a. frá sveitarfélögunum, um að þrátt fyrir staðgreiðsluna geti verið um að ræða mismunandi prósentu við útsvarsálagningu.

Ég fyrir mitt leyti skrifaði upp á þetta mál með fyrirvara í félmn. Ég hafði ekki aðstöðu vegna veikinda til að vera viðstaddur við 2. umr. málsins. Vildi þess vegna við 3. umr. geta þess að eðlilegt er að skoða þessi mál nánar. En ég féllst á tillögu ríkisstjórnar í málinu með fyrirvara og hef gert grein fyrir honum hér, herra forseti.