04.05.1988
Neðri deild: 90. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7389 í B-deild Alþingistíðinda. (5399)

469. mál, Siglingamálastofnun ríkisins

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. 13. þm. Reykv. fyrir ágætan texta sem hún var að lesa upp og þó enn þá betri upplestur. Hins vegar sló það mig mjög alvarlega í lokin að hún kom því sérstaklega á framfæri að viðkomandi væri ættaður úr Hafnarfirði. Ég er að brjóta um það heilann hvort hún telji að það séu einhver sérstök umhverfisáhrif frá því svæði sem geti haft svona neikvæð áhrif á viðhorf manna. Mér finnst það ákaflega hæpið hjá hv. þm. að hlaupa héðan úr ræðustól án þess að útskýra öllu betur hvað í þessari seinustu athugasemd fólst, hvort þar sé eitthvert efnisatriði sem hún hafi í sinni þekkingarsmiðju sem þingheimi sé ekki kunnugt um. Því alveg eins og það er ekki gott að vera með fordóma gagnvart kynjum, þá er það heldur ekki gott að vera með fordóma gagnvart hellum kaupstöðum. (GHelg: Hafnfirðingar eru þekkt fólk að vitsmunum, herra þingmaður.)