05.05.1988
Efri deild: 90. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7477 í B-deild Alþingistíðinda. (5535)

436. mál, bifreiðagjald

Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur athugað frv. og er ósammála um afgreiðslu þess. Frv. er staðfesting á bráðabirgðalögum sem gefin voru út í haust og mælir meiri hl. með því að frv. verði samþykkt. Minni hl. er andvígur frv. eins og fram kemur í nál. og með þeim rökum að féð gangi ekki til vegaframkvæmda, en eins og hv. þm. er kunnugt er það eins um tekjur af umferðinni og um tekjur af öðru því sem gerist í þessu þjóðfélagi að hluti af því hlýtur að sjálfsögðu að ganga í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar.