07.05.1988
Neðri deild: 95. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7701 í B-deild Alþingistíðinda. (5756)

432. mál, Ríkisendurskoðun

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Eins og fram kom í umræðum um þetta mál í gær tel ég að það hefði þurft að leita annarra og skilmerkilegri leiða til að ná því eðlilega markmiði að Ríkisendurskoðun geti fjallað um og endurskoðað grundvallargögn og skýrslur þeirra aðila sem gera reikninga á ríkið. Ég er ekki sáttur við þá niðurstöðu sem liggur fyrir með þessu frv., teldi eðlilegt að sumarið yrði notað til að leita skilmerkilegri og eðlilegri leiða en þar er lagt til og greiði því ekki atkvæði.