11.05.1988
Sameinað þing: 83. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7962 í B-deild Alþingistíðinda. (6156)

66. mál, dreifing sjónvarps og útvarps

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég er sammála þessari till. Hér er verið að slá því föstu að það eigi að leggja verulegt fé í dreifikerfi Ríkisútvarpsins á næsta ári og ég vænti þess að aðstandendur till. muni hjálpa til við það í haust þegar fjárlög verða sett saman fyrir árið 1989.

Ég vek einnig athygli á því að fyrir hv. félmn.till. til þál. um eflingu Ríkisútvarpsins, alhliða átak til eflingar Ríkisútvarpinu. Því miður hefur hv. nefnd ekki séð sér fært að afgreiða þá till. svo að hún verður tekin upp aftur í haust. Þetta er einn þáttur till. og tel ég þetta vera skref í áttina. En ég hefði talið heppilegt að Alþingi hefði með myndarskap tekið á öllum þeim málum sem snúa að Ríkisútvarpinu því það er ærinn vandi sem þar er um að ræða.

Ég kvaddi mér hljóðs annars vegar til að lýsa stuðningi við till. og hins vegar, herra forseti, til að minna á till. um eflingu Ríkisútvarpsins sem þingmenn úr öllum flokkum lýstu samþykki við þegar umræðan fór fram í vetur. Sú umræða hefur bersýnilega ekki dugað til að veita till. brautargengi í vor, en dugir væntanlega í haust.