11.05.1988
Sameinað þing: 83. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7963 í B-deild Alþingistíðinda. (6158)

185. mál, hávaðamengun

Frsm. félmn. (Salome Þorkelsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1094 frá félmn. um till. til þál. um hávaðamengun.

Nefndin hefur fjallað um tillöguna og sent hana til umsagnar ýmissa aðila. Umsagnir bárust frá Hollustuvernd ríkisins, Vinnueftirliti ríkisins og Náttúruverndarráði.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt, en hún hljóðaði svo, með leyfi forseta: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta semja frv. til laga um varnir gegn hávaða- og hljóðmengun.“

Hjörleifur Guttormsson sat fundi nefndarinnar og er samþykkur áliti þessu. Undir nál. rita Salome Þorkelsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Guðni Ágústsson, Eiður Guðnason, Ólafur G. Einarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Alexander Stefánsson.