11.05.1988
Sameinað þing: 83. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7968 í B-deild Alþingistíðinda. (6169)

355. mál, haf- og fiskirannsóknir

Frsm. atvmn. (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. frá atvmn. á þskj. 1144 um till. til þál. um haf- og fiskirannsóknir. Nefndin hefur fjallað um till. og mælir með samþykkt hennar svo breyttrar:

Tillgr. orðist svo, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efla starfsemi Hafrannsóknastofnunar á grundvelli áætlunar stofnunarinnar um haf- og fiskirannsóknir 1988–1992.

Einkum skal við það miðað að gera stofnuninni mögulegt að auka rannsóknir á vistkerfi íslenska hafsvæðisins og eldi sjávarlífvera.“

Undir nál. rita Valgerður Sverrisdóttir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Guðmundur H. Garðarsson, Geir Gunnarsson, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Eggert Haukdal og Ólafur Þ. Þórðarson.