131. löggjafarþing — 5. fundur,  7. okt. 2004.

Fjáraukalög 2004.

76. mál
[11:21]

Einar Már Sigurðarson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er árvisst við umræður um frumvarp til fjáraukalaga að ég spyrji hæstv. fjármálaráðherra að því hvort hann telji að nú sé þeim merka áfanga náð að hér sé lagt fram frumvarp til fjáraukalaga sem sé algjörlega í samræmi við ákvæði í fjárreiðulögum. Herra forseti, ég endurtek þessa spurningu mína og spyr hæstv. fjármálaráðherra að því hvort frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2004 sé að mati hæstv. ráðherra fyllilega í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins.