131. löggjafarþing — 7. fundur,  12. okt. 2004.

Virðisaukaskattur.

6. mál
[16:09]

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hv. þm. Björgvin Sigurðsson sé hér með mikla útúrsnúninga og hafi ekki viljað hlusta á þær tölur sem ég fór með áðan varðandi hækkun á barnabótum.

Ríkisstjórnin er með langtímamarkmið og þau gilda fyrir árin 2005–2008. Þar er kveðið á um þennan 3 milljarða pott sem m.a. á að fara í hækkun barnabóta.

Hér var einnig rætt um tekjutengingu barnabóta. Ég man kannski ekki alveg nákvæmlega árið en það var u.þ.b. 1992–1993 sem Alþýðuflokkurinn þáverandi tók upp tekjutengingu barnabóta. Það er auðvitað þannig að tekjurnar hafa aukist mikið og því hafa barnabætur kannski lækkað hlutfallslega.

Ég veit að ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu standa við loforðin varðandi barnabæturnar. Þetta stendur allt í stjórnarsáttmála og ætti ekki að koma neinum á óvart.