131. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2004.

Aðgerðir gegn félagslegum undirboðum.

94. mál
[13:57]

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka þetta upp hér en minni á aðerlendir starfsmenn eru ekki einungis á Kárahnjúkum. Starfsfólk af erlendum uppruna, kannski sérstaklega konur eru nú í auknum mæli í láglaunastörfum við þrif og annað, meðal annars hjá stofnunum ríkisins. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort það hafi verið kannað sérstaklega, hvort það hafi verið skoðað, hvort verktakar sem þar eiga hlut að máli greiði þessu fólki þau laun sem því ber eða hvort munur sé á milli erlendra verkamanna og innlendra.