131. löggjafarþing — 9. fundur,  14. okt. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

7. mál
[11:50]

Örlygur Hnefill Jónsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Skattaumræða er alltaf mjög þörf. Þannig skil ég skattamál að þau eigi ekki einvörðungu að afla ríkinu tekna heldur eigi þau að gera það á sem jafnastan hátt fyrir þá sem greiða skatta. Þess vegna er þetta mjög þarft þingmál sem hv. flutningsmenn eru hér að hreyfa og margir hafa rætt það.

Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon benti á að þeir væru að hreyfa þessu máli í þeim tilgangi að það yrði skoðað og þessi umræða er auðvitað innlegg í það.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: Nú tala þeir hér um að hækka þennan skatt í 18%. Hafa þeir skoðað einhver önnur þrep eða prósentutölu í því sambandi?