131. löggjafarþing — 21. fundur,  8. nóv. 2004.

5. fsp.

[15:35]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég tel að það sé svigrúm innan þess ramma sem núna liggur fyrir í sambandi við niðurgreiðslu vegna húshitunar. Það er svigrúm að mínu mati. Ef eitthvað annað kemur í ljós þá verður náttúrlega að bregðast við því.

Eins og hv. þingmaður veit hafa framlög verið stórhækkuð í tíð núverandi ríkisstjórnar til þess að greiða niður húshitunarkostnað á landsbyggðinni eða þar sem menn njóta ekki jarðhitans. Ég held að við getum verið tiltölulega stolt af því hvernig að þeim málum hefur verið staðið.