131. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2004.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[14:36]

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka svörin en þau voru ekki við þeim spurningum sem ég bar fram. Mér var kennt í skóla að (Gripið fram í.) þegar efni og orka væri tekið sem heild eyddist ekkert af því. Án þess að ég ætli í vísindasamræður við Mörner hinn sænska eða hæstv. utanríkisráðherra furða ég mig á því hvað gerist með vatnið þegar jöklar bráðna. Það kann að vera að það fari í einhverjar geymslur í Svíþjóð hjá Mörner.

Ég spurði hins vegar, og bið hæstv. utanríkisráðherra að svara því, hvort hann ætlar að ræða þetta mál við Colin Powell 16. nóvember og hver afstaða hans sé til þessa kafla í yfirlýsingardrögunum, hvernig gangi að koma þá hinni einörðu íslensku afstöðu til þessa máls, sem lýsir sér í undirritun Kyoto-bókunarinnar, til skila í yfirlýsingu utanríkisráðherranna og í þeirri framkvæmdaáætlun sem menn hafa gert ráð fyrir að þar verði undirrituð.