131. löggjafarþing — 30. fundur,  15. nóv. 2004.

Rannsókn á þróun valds og lýðræðis.

21. mál
[17:50]

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ef til vill kann að vera um misskilning að ræða og útúrsnúning á orðum Unnar Stefánsdóttur frá Vorsabæ. En þau féllu nú samt eins og þau voru tilfærð hér. Og því eru þau athyglisverð að þau passa því miður við þann brag eða kúltúr, ef menn vilja það frekar, sem einkenndi íslenska flokkakerfið á 20. öld. Einn af upphafsmönnum þess kúltúrs hefur raunar verið talinn Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, og er það heldur ljóður á þeim ágæta manni.

Ég skil þá hv. þingmann svo að hún muni beita sér fyrir því, sem ég geri, og við samfylkingarmenn í okkar flokki, að eyða þessum kúltúr, að fjarlægja þennan kúltúr út úr okkar flokkum og taka hér upp hreinskilnara, opnara og betra lýðræðisfyrirkomulag en verið hefur.