131. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2004.

Fjáraukalög 2004.

76. mál
[14:23]

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef þessar kauphækkanir eru bara 700 milljónir, þá horfir þetta allt miklu betur en menn héldu. En þá væri fróðlegt að vita hvernig stendur á því að Reykjavíkurborg þarf að hækka skatta, ég held þeir geti hætt við það ef þetta er svona. (GHall: Dugar ekki til.) Það er hið furðulegasta mál, virðulegi forseti, ef menn vilja ekki horfast í augu við þessa hluti, vilja sjá þá allt öðruvísi, tala út og suður en þora ekki að horfast í augu við hvað hefur gerst. Ísland er með fjórðu hæstu framlögin til menntamála samkvæmt opinberum tölum OECD og það verður ekki hrakið. Þetta eru þær staðreyndir sem við erum að tala um. Hér er mikil vá fyrir dyrum.