131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:09]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru útúrsnúningar hjá háttvirtum formanni fjárlaganefndar. Sú hækkun sem hann vísar til er vegna fjölgunar öryrkja sem eiga rétt á bótum. Hins vegar er ekki tekið á því kosningaloforði og þeim samningi sem gerður var á sínum tíma. Ríkisstjórnin hefur gumað af því að hún þurfi að standa við kosningaloforð sín um skattalækkanir en henni finnst sjálfsagt að svíkja kosningaloforð við öryrkja.

Herra forseti. Ég harma það ef niðurstaðan verður sú að ríkisstjórnin og meiri hluti þingsins ætla að halda áfram að svíkja þann samning sem gerður var við öryrkja skömmu fyrir kosningar árið 2003. Ég harma það.