131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:10]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Jón Bjarnason er gjarn á að saka aðra háttvirta þingmenn um útúrsnúninga en hann verður sjálfur ber að því. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 1.300 millj. kr. í þetta mál og fjölgun öryrkja er þar fyrir utan. Háttvirtur þingmaður er því sjálfur að snúa út úr. Mér þykir það miður.