131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[18:33]

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hætv. forseti. Hv. 1. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður talaði nokkuð glannalega um glansmyndir sem sjálfstæðismenn drægju upp af efnahagsástandi og ríkisfjármálum. Ég held að þessi orðanotkun hv. þingmanns bendi nú bara til þess ergelsis sem gætir meðal stjórnarandstöðunnar vegna þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum. Við höfum upplifað eitt lengsta samfellda hagvaxtarskeið í Íslandssögunni. Við höfum upplifað eitt lengsta skeið samfelldrar kaupmáttaraukningar í Íslandssögunni. Stjórnarandstaðan er (Gripið fram í.) auðvitað afskaplega svekkt yfir þessum árangri núverandi ríkisstjórnar. Stjórnarandstaðan er svekkt yfir því að efnahagsstjórnin hefur verið með þeim hætti að ríkisstjórnin getur nú dregið úr skattheimtu og gefið þannig öllum almenningi í landinu kost á að njóta þess aukna ábata sem verður vegna aukinna umsvifa í atvinnulífinu.