131. löggjafarþing — 40. fundur,  26. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[10:45]

Einar Már Sigurðarson (Sf):

Herra forseti. Enn á ný er af okkar hálfu lögð fram tillaga um það að styrkja stöðu þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu. Nú leggjum við til að varið verði 10 millj. kr. til að koma upp hagdeild hjá Alþingi. Við teljum fulla þörf á slíku eftir að Þjóðhagsstofnun var aflögð og er rétt að minna á að þáverandi hæstv. forsætisráðherra, Davíð Oddsson, minntist einmitt á það í þeirri umræðu að rétt væri að styrkja sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu. Hér er verið að minna á þau orð og þess vænst að við það sé meirihlutastuðningur því það er ekki síst í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd sem á slíku þyrfti að halda. Við sáum það við afgreiðslu í efnahags- og viðskiptanefnd varðandi tekjuhlið frumvarpsins að þar veitti ekki af að sú nefnd hefði sérstaka aðstoð við yfirferð sína.